Uppsetning á WordPress Dokobit Identity Gateway plugin
Viðbótin býður upp á auðvelda leið fyrir notendur til að auðkenna sig inn á WordPress og WooCommerce. Með viðbótinni verður óþarfi að muna notendanafn og lykilorð til að skrá sig inn á vef/vefverslun.
Lágmarkskröfur:
- WordPress 5.x
- PHP 7.1 eða nýrra
- IonCube Loader / extension
ATH! Til að hægt sé að nota viðbótina þarf að:
1. Kaupa viðbótina hér á þessari síðu - beinn hlekkur: https://clients.xnet.is/cart.php?gid=5
2. Sækja um Access Token beint frá Dokobit – sjá hér: https://www.dokobit.com/developers/request-token
Fyrir neðan er ferlið útskýrt skref fyrir skref:
Skref 1
Kaupa viðbót af Netheimi í gegnum þessa slóð: https://clients.xnet.is/cart.php?gid=5
Skref 2
Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu er hægt að sækja viðbótina inn á clients.xnet.is undir „Vörur“ –> „My Licences“ (Þú þarft að vera innskráð/ur). Smelltu á „Virkur“.
Skref 3
Ná í viðbót með „Download“ hnappnum. Þar fyrir neðan er „License key“ sem þú þarft að nota síðar.
Skref 4
Settu viðbótina upp á WordPress vefnum þínum. Eftir að hún hefur verið virkjuð skal athuga hvort það uppfærsla á henni í boði.
Stillingar fyrir viðbótina er undir „Stillingar/Settings“ -> Dokobit Settings
Skref 5
- Dokobit NH License: Hér setur þú Licence key frá clients.xnet (sjá skref 3).
- Access token: Hér setur þú token sem þú fékkst frá Dokobit. Ef þú hefur ekki nú þegar fengið token getur þú sótt um það frá Dokobit hér: https://www.dokobit.com/developers/request-token
- New user roles: Hér velur þú hvaða aðgangsréttindi nýjir notendur fá sjálfkrafa.
Skref 6
Ef allt hefur gengið að óskum ætti nú að vera valmöguleiki á rafrænni innskráningu á innskráningarskjánum.